Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðmundur kenndi þekktu bardagafólki íslenska glímu
Þriðjudagur 7. ágúst 2018 kl. 10:14

Guðmundur kenndi þekktu bardagafólki íslenska glímu

Njarðvíkingurinn Guðmundur Stefán Gunnarsson fékk það skemmtilega verkefni að kenna íslenska glímu og fleiri bardagaíþróttagreinar á mjög stórum alþjóðlegum æfingabúðum fyrir bardagafólk.

Þar voru staddir margir af bestu keppendum og þjálfurum í heiminum en búðirnar fóru fram í aðstöðu Mjölnis í Öskuhlíð, m.a. Sophie Cox sjöfaldur Bretlandsmeistari í júdó,  ólympíufari í júdó og tvöfaldur heimsmeistari í BJJ svo eitthvað sé nefnt. Einnig voru þarna nöfn eins og Carlos Machado 8. gráðu svartbeltingur í BJJ og Gunnar Nelson sem ekki þarf að kynna fyrir okkur Íslendingum.  BJJ Globtrotters stóðu fyrir þessum búðum og höfðu samband við Guðmund vegna reynslu hans af hinum ýmsu glímu og bardagagreinum. Guðmundur segir að það hafi verið mikill heiður að fá að taka þátt í þessum risa viðburði og fá að kynna þjóðaríþrótt Íslendinga og að fá að æfa og læra af bestu bardagamönnum í heimi.

Mikil ánægja var með kennsluna og kom þátttakendum á óvart hversu skemmtilegar og í raun einfaldar greinarnar eru. „Fólk hefur verið í sambandi og vill fá meiri kennslu í glímunni en júdódeildin er einmitt að fara að auka við glímugreinar í vetur. Deildin stefnir á að vera með SAMBO sem er rússnesk bardagaðferð, Grappling, sem er svipað og jódó og BJJ og svo auðvitað verður haldið áfram með kennslu í glímu og öðrum þjóðlegum fangbrögðum,“ sagði Guðmudur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024