Guðmundur Jónsson spilar með Þór Þorlákshöfn á næstu leiktíð
Njarðvíkingurinn Guðmundur Jónsson hefur ákveðið að semja við Þór Þorlákshöfn í Iceland Express-deild karla en Guðmundur var samningslaus eftir nýafstaðið tímabilið. Guðmundur sasgði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði langað að breyta til og ýmislegt hefði spilað inní þessa ákvörðun sem hann segir hafa verið gríðarlega erfiða. „ Þetta var búið að liggja þungt á manni undanfarnar vikur en ég var ekki að leika mitt síðasta tímabil hjá Njarðvík, ég mun koma ferskur inn þar síðar,“ sagði Guðmundur. Hann sagði Benendikt Guðmundsson þjálfara Þórs hafa sannfært hann um að liðið ætlaði sér stóra hluti í Iceland Express-deildinni á næstu leiktíð. Ennfremur sagði Guðmundur að hann og Njarðvíkingar hefðu skilið í góðu en miklar breytingar eru fyrirhugaðar hjá liðinu eftir því sem Víkurfréttir hafa komist næst.