Guðmundur í frí frá boltanum
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Andri Bjarnason frá Grindavík hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna í bili. Guðmundur mun því ekki leika meira með Grindvíkingum í sumar og sagði hann við fotbolti.net í dag að ákveðin mál hefði ekki verið tækluð nægilega vel og því hefði hann tilkynnt framkvæmdastjóra klúbbsins að hann ætlaði að taka sér frí út sumarið.
Guðmundur hefur leikið átta leiki með gulum í sumar og gert í þeim tvö mörk en hann lék ennig tvo leiki í VISA bikarnum. Guðmundur á einnig 67 leiki að baki í Landsbankadeildinni og hefur hann gert í þeim leikjum alls fjögur mörk.