Guðmundur hættir með kvennalið Grindavíkur
Guðmundur Bragason mun ekki stýra kvennaliði Grindavíkur á næstu leiktíð en hann tók við þjálfun liðsins á miðju tímabili ásamt Crystal Smith, erlendum leikmanni Grindavíkurkvenna. Karfan.is greinir frá þessu.
Guðmundur tilkynnti þetta á lokahófi Grindavíkur síðastliðið þriðjudagskvöld. Grindvíkingar náðu ekki inn í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna, höfnuðu í 6. sæti deildarinnar með 9 sigra og 19 tapleiki.
Óljóst er hver muni taka við kvennaliði Grindavíkur en þá skýrist væntanlega á næstu dögum eða vikum.
Petrúnella Skúladóttir er einn reynslumesti leikmaður Grindavíkur.