Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðmundur framlengir til tveggja ára hjá Keflavík
Laugardagur 10. nóvember 2007 kl. 13:33

Guðmundur framlengir til tveggja ára hjá Keflavík

Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Steinarsson hefur framlengt samning sinn við Keflavík til tveggja ára. Guðmundur er 28 ára gamall og hefur verið einn sterkasti leikmaður liðsins síðustu ár.

 

Undir lok síðustu leiktíðar meiddist Guðmundur illa er liðpoki rifnaði í ökkla og þá tognaði hann illa á liðböndum. ,,Þetta þokast allt í rétta átt en þetta er búið að vera aðeins lengri tími en ég reiknaði með,” sagði Guðmundur sem þegar hefur hafið æfingar með Keflvíkingum. Hann sagði í samtali við Víkurfréttir að nokkur sársauki væri enn í ökklanum en kvaðst bara að verða að bíta á jaxlinn.

 

,,Hljóðið í hópnum hjá okkur er annars bara gott,” sagði Guðmundur aðspurður og bætti hann því við að þeir leikmenn sem ætluðu sér að vera áfram í Keflavík væru staðráðnir í því að gera betur en á síðustu leiktíð.

 

VF-Mynd/ Hilmar Bragi BárðarsonGuðmundur Steinarsson og Rúnar Arnarsson formaður KSD Keflavíkur handsala samninginn í K-Húsinu við Hringbraut í Reykjanesbæ í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024