Guðmundur Erlingsson með nýtt Reykjanesmet í bekkpressu
Reykjanesmótið í bekkpressu án búnaðar var haldið í sal Massa laugardaginn 3. maí síðastliðinn. Alls tóku 12 keppendur þátt og var eitt Reykjanesmet slegið en það gerði Guðmundur Erlingsson.
Guðmundur "Handleggur" Erlingsson eins og hann er kallaður af félögum sínum í Massa bætti Reykjanesmetið glæsilega, lyfti 202,5 kg í bekkpressunni. Þess má geta að hann reyndi einnig við 205 kg í síðustu lyftunni en það tókst ekki að þessu sinni.
Veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sæti í stigum og einnig voru veitt tilþrifaverðlaun.
Í þriðja sæti var Benedikt Björnsson, í öðru sæti Gísli Einarssona og í því fyrsta Guðmundur "Handleggur" Erlingsson sem einnig hlaut tilþrifaverðlaunin.
Næsta kraftlyftingamót Massa verður haldið í lok október á þessu ári og verður auglýst þegar nær dregur.