Mánudagur 4. febrúar 2008 kl. 10:29
Guðmundur Andri til liðs við Fjarðabyggð
Knattspyrnumaðurinn Guðmundur Andri Bjarnason er genginn til liðs við Fjarðabyggð frá Grindavík. Guðmundur skrifaði á föstudag undir þriggja ára samning við félagið en þar hittir hann fyrir Magna Fannberg fyrrum aðstoðarþjálfara Grindavíkur á tíma Sigurðar Jónssonar.