Guðlaugur verður með
Guðlaugur Eyjólfsson, leikmaður meistaraflokks Grindavíkur í körfuknattleik, mun leika með Grindavík á morgun í bikarúrslitaleiknum gegn Keflavík. Guðlaugur fingurbrotnaði á litla putta vinstri handar gegn Skallagrím í fjórðungsúrslitunum bikarkeppninnar og lék því ekki með gegn Hetti og Snæfell í síðustu tveimur umferðum.
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í spjalli við Valtý Björn í dag, þáttarstjórnanda á Mín skoðun á xfm 91,9, að Guðlaugur yrði með á morgun þrátt fyrir fingurbrotið.
Þá hefur fyrirliði Grindavíkur, Páll Axel Vilbergsson, verið rúmliggjandi með flensu en hann mun mæta á æfingu í kvöld og vonar Friðrik að hann verði orðinn full frískur fyrir morgundaginn.