Guðlaugur hættir við að hætta
Stórskyttan Guðlaugur Eyjólfsson hefur ákveðið að hætta við að hætta og verður með Grindavíkurliðinu í körfubolta næsta vetur undir stjórn Helga Jónasar Guðfinnssonar. Töluverðar breytingar verða hins vegar hjá liðinu því Arnar Freyr Jónsson er farinn til Danmerkur, Brenton Birmingham hefur lagt skóna á hilluna og Darrel Flake farinn í Skallagrím.
Tveir Grindvíkingar hafa bæst við í hópinn frá því í fyrra, þeir Helgi Björn Einarsson og Marteinn Guðbjartsson. Þá hefur Kaninn Andre Smith bæst í hópinn.
Hjá kvennaliðinu er Jovana Stefánsdóttir farinn til Þýskalands og Ingibjörg Jakobsdóttir í Keflavík. Leitað er að Kana og frekari liðsstyrk, að því er fram kemur á heimasíðu Grindavíkur www.grindavik.is