Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðlaug tapaði í úrslitum - stórleikur Elvars dugði ekki til
Mánudagur 6. mars 2017 kl. 10:32

Guðlaug tapaði í úrslitum - stórleikur Elvars dugði ekki til

Suðurnesjafólk úr leik í háskólaboltanum

Njarðvíkingurinn Guðlaug Björt Júlíusdóttir og félagar í Florida Tech háskólaboltanum töpuðu í gær úrslitaleik Sunshine state deild háskólaboltans gegn Eckerd skólanum. Guðlaug hefur leikið mjög vel að undanförnu og var m.a. stigahæst í leiknum sem tryggði liðinu í úrslit.

31 stig frá Elvari Má Friðrikssyni dugðu ekki til sigurs hjá Barry skólanum og því er þátttöku Njarðvíkingsins lokið þetta árið í háskólaboltanum. Hann lék afbragðs vel á tímabilinu og var besti maður sinnar deildar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Sara Rún Hinriksdóttir og félagar hennar í Canisius skólanum eru úr leik í háskólaboltanum en Keflvíkingurinn var einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu. Sara var valin í annað úrvalslið deildarinnar.

Kristnn Pálsson og Marist féllu einnig úr leik í átta liða úrslitum. Kristinn skoraði 3 stig og tók 3 fráköst á 19 mínútum en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðustu vikur og því ekki getað beitt sér að fullu.

Jón Axel Guðmundsson hafði hægt um sig þegar Davidson tapaði 73-70 fyrir Rhode Island um helgina. Grindvíkingurinn skoraði tvö stig og gaf eina stoðsendingu í leiknum.