Guðlaug og Ásdís til Grindavíkur
Kvennalið Grindavíkur í Domino's deildinni í körfubolta hefur þegar gengið frá ráðningu á erlendum leikmanni fyrir næsta vetur. Einnig hafa tveir efnilegir Njarðvíkingar gengið til liðs við þær gulklæddu, en þær Guðlaug Björt Júlíusdóttir og Ásdís Vala Freysdóttir komu frá Njarðvík. Erlendi leikmaðurinn heitir Rachel Tecca en hún er framherji frá Akron University í Bandaríkjunum. Hún var tímabilið 2013-2014 með 22,1 stig að meðaltali í leik. Karfan.is greinir frá.
Rachel Tecca.