Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðjón var sendur heim á nærbuxunum eftir sigurinn á KR
Þriðjudagur 5. apríl 2011 kl. 12:52

Guðjón var sendur heim á nærbuxunum eftir sigurinn á KR

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur þurfti að standa við gefið loforð eftir leikinn gegn KR og hljóp hann heim aðeins á nærbuxum og endurskinsvesti í gærkvöldi. Guðjón hafði lofað strákunum sínum þennan gjörning ef þeir næðu að vinna leikinn sem tókst eftir framlengdan leik og stóð Guðjón að sjálfsögðu við loforðið.

Guðjón var einnig látinn standa við loforð eftir þriðja leik liðanna en þá unnu Keflavík fyrsta leikinn í einvíginu. Leikmennirnir fengu að velja stað til að henda honum úr rútunni og láta hann hlaupa heim. Strákarnir voru góðir í sér og létu hann aðeins hlaupa frá Biðskýlinu í Njarðvík og var Guðjón alveg búinn á því þegar hann kom loks upp í Toyotahöll.

Það verður gaman að sjá hverju Guðjón lofar strákunum ef þeir vinna í Vesturbænum á fimmtudag. Ætli hann hugsi sig ekki tvisvar um í þetta skiptið áður en hann velur gjörninginn.

Strákarnir hjá leikbrot.is tóku upp smá video af gjörningnum sem má sjá hér fyrir neðan.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Tomasz Kolodziejski