Guðjón til Notts County
Guðjón Þórðarson, fyrrum þjálfari Keflavíkur,var í morgun ráðinn þjálfari enska knattspyrnuliðsins Notts County.
Hann segir í viðtali við heimasíðu liðsins að hann sé spenntur fyrir að taka við þjálfun liðsins, þar sem miklir möguleikar búi.
Í viðtalinu er Guðjón mærður á alla lund og farið yfir glæsilegan feril hans, en af einhverjum sökum er ekki staldrað við afrek hans hjá Keflavík.