Guðjón Þórðarson æfur eftir leikinn í Keflavík
 Þjálfari ÍA, Guðjón Þórðarson, var allt annað en kátur eftir 3-1 ósigur ÍA gegn Keflavík á Sparisjóðsvellinum í Landsbankadeild karla í gærkvöldi. Guðjón sakar knattspyrnuforystu Íslands um bakherberjafundi gegn Skagaliðinu.
Þjálfari ÍA, Guðjón Þórðarson, var allt annað en kátur eftir 3-1 ósigur ÍA gegn Keflavík á Sparisjóðsvellinum í Landsbankadeild karla í gærkvöldi. Guðjón sakar knattspyrnuforystu Íslands um bakherberjafundi gegn Skagaliðinu.„Það var fundur hjá dómurum þar sem það var útmálað að Skagaliðið væri svo gróft að það þyrfti að taka sérstaklega á því. Þar var sérstaklega fjallað um að þeir ætluðu að sýna Stefáni Þórðarsyni hvernig ætti að „díla" við hlutina,“ sagði Guðjón í samtali við Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamann Stöðvar 2 eftir leikinn.
Sama hvað öllum bakherbergjafundum líður fór betra liðið með þrjú stig af hólmi í gær.
				
	
				




 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				