Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðjón stýrir Keflavík næstu þrjú tímabil
Þriðjudagur 21. júlí 2009 kl. 17:44

Guðjón stýrir Keflavík næstu þrjú tímabil

Guðjón Skúlason skrifaði nú síðdegis undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Keflavíkur og tekur við þjálfun karlaliðs Keflavíkur. Sigurður Ingimundarson hefur þjálfað liðið undanfarin ár en hann mun hverfa af landi brott og taka við liðinu Solna í Svíþjóð. Samningurinn var undirritaður á blaðamannafundi sem fram fór á Hótel Keili.


Það er ekki hægt að segja að Guðjón sé ókunnugur liði Keflavíkur því hann þjálfaði liðið ásamt Fali Harðarssyni fyrir nokkrum árum síðan en er að stýra liðinu einn í fyrsta sinn. Hann á að baki langan og farsælan feril sem leikmaður og er að síga sín fyrst skref einsamall í þjálfun á liði í Iceland Express deild karla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



VF-Mynd/JJK: Guðjón Skúlason og Þorstein Lár framkvæmdarstjóri Kkd. Keflavíkur undirrituðu samning til þriggja ára í dag.