Guðjón Skúlason þjálfar Keflavíkurstúlkur
Gengið hefur verið frá samkomulagi við Guðjón Skúlason um þjálfun meistaraflokks kvenna hjá Keflavík á næstu leiktíð. Guðjón er, eins og menn vita, sigursælasti leikmaður Keflavíkurliðsins og líklegast besta skytta sem leikið hefur körfubolta á Íslandi. Hann hefur leikið yfir 700 leiki fyrir Keflavík og skorað yfir 11 þúsund stig, hvoru tveggja met. Einnig hefur Guðjón tekið þátt í öllum þeim stóru titlum sem karlaliðið hefur unnið, hann er sexfaldur Íslandsmeistari og fjórfaldur Bikarmeistari. Þetta mun vera frumraun Guðjóns í þjálfun meistaraflokks, þó áður hafi hann þjálfað yngri flokka.
Guðjón hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og einbeita sér nú að þjálfun. Vissulega verður eftirsjá af langskotum Guðjóns en aðrir leikmenn verða nú að fylla hans skarð. Hugsanlega mun Guðjón þó leika einn leik til viðbótar fyrir Keflavík í haust, segir á heimasíðu Keflavíkur, keflavik.is!
Guðjón hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna og einbeita sér nú að þjálfun. Vissulega verður eftirsjá af langskotum Guðjóns en aðrir leikmenn verða nú að fylla hans skarð. Hugsanlega mun Guðjón þó leika einn leik til viðbótar fyrir Keflavík í haust, segir á heimasíðu Keflavíkur, keflavik.is!