Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 29. september 2000 kl. 14:15

Guðjón og Anna María í Gólfklúbb Keflavíkur

Keflvísku körfuboltahetjurnar Anna María Sveinsdóttir og Guðjón Skúlason fengu nöfn sín skrifuð í sögubækur Keflavíkur þegar þau fengu inngöngu í „Gólfklúbb Keflavíkur“ fyrir leik Keflavíkur og Hauka í Epson deildinni í gærkvöldi sem reyndar var frestað.Nöfn þeirra Guðjóns og Önnu Maríu voru rituð á gólf Íþróttahúss Keflavíkur vegna afreka þeirra á körfuboltaferlinum. Guðjón hefur leikið yfir 600 leiki með Keflavík, skorað yfir 10 þúsund stig og unnið til margra titla með félaginu. Hann stendur þó enn í ströngu og stefnir að því að raða niður mörgum stigum fyrir Keflavík í Epson deildinni í vetur. Anna María Sveinsdóttir er sigursælasta kona í íslenskum körfubolta en hefur nú lagt skóna á hilluna. Anna María hefur leikið 391 leik, skorað yfir 5000 stig og unnið til 19 titla með Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024