Guðjón íhugar að kæra Grindavík
Guðjón Þórðarson sakar knattspyrnudeild Grindavíkur um dapurleg vinnubrögð við árskýrslu félagsins. Í henni kemur meðal annars fram að rangt hafi verið af félaginu að ráða Guðjón til starfa sem þjálfara meistaraflokks karla á síðasta ári. Ruv.is greinir frá þessu.
Til að mynda hafi Þorsteinn Gunnarsson látið af formennsku knattspyrnudeildar af þessum sökum. Guðjón segir það skrítið. Til séu tölvupóstar sem sanni að Þorsteinn hafi gengið á eftir sér í aðdraganda ráðningarinnar.
Varðandi uppsögn Guðjóns hjá Grindavík í október sl. segir Guðjón að hún kunni að vera ólögmæt og gæti endað fyrir dómstólum. Sjá má ítarlegt sjónvarpsviðtal við Guðjón á vef Rúv.