Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðjón Árni samdi við FH
Þriðjudagur 20. desember 2011 kl. 16:25

Guðjón Árni samdi við FH

Guðjón Árni Antoníusson fyrirliði Keflvíkinga í Pepsi-deild karla hefur gengið til liðs við FH en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Frá þessu var greint á stuðningsmannasíðu FH, fhingar.net.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samningur Guðjóns við Keflavík rann út eftir síðasta sumarið en hann var með nýtt samningstilboð frá félaginu auk þess sem hann fór út til reynslu hjá liðum í Noregi.

Guðjón Árni hefur leikið 201 leik í deild og bikar með Keflvíkingum frá árinu 2002. Í sumar skoraði hann eitt mark í tuttugu leikjum í Pepsi-deildinni.