Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Guðjón Árni Íþróttamaður Keflavíkur 2006
Miðvikudagur 27. desember 2006 kl. 21:31

Guðjón Árni Íþróttamaður Keflavíkur 2006

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Árni Antoníusson var fyrr í kvöld kjörinn Íþróttamaður Keflavíkur árið 2006. Alls voru sjö íþróttamenn tilnefndir en athöfnin fór fram í K-Húsinu að Hringbraut í Reykjanesbæ.

Guðjón var í sumarlok kjörinn knattspyrnumaður Keflavíkur en hann átti gott sumar með Keflvíkingum í Landsbankadeildinni, VISA bikarkeppninni og í Evrópuverkefnum Keflavíkurliðsins.

Aðrir sem voru tilnefndir og um leið íþróttamenn sinnar deildar fyrir árið 2006:

Magnús Þór Gunnarsson, körfuknattleiksdeild
Elísa Sveinsdóttir, fimleikadeild
Guðni Emilsson, sunddeild
Karen Guðnadóttir, badmintondeild
Bjarni Sigurðsson, skotdeild
Helgi Rafn Guðmundsson, taekwondodeild

VF-mynd/ [email protected]Guðjón Árni, Íþróttamaður Keflavíkur 2006, með verðlaunagripina í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024