Guðjón Árni framlengir við Keflavík
Guðjón Árni Antoníusson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnulið Keflavíkur og spilar með þeim í Inkasso deildinni á næsta ári. Guðjón hóf feril sinn með Keflavík árið 2002 og hefur síðan þá spilað 233 leiki með Keflavík og var bikarmeistari með liðinu 2004 og 2006.
Ásamt því að spila með Keflavík mun Guðjón sjá um þrek- og styrktarþjálfun leikmanna meistaraflokks karla. „Það er mikill fengur að hafa Guðjón áfram hjá klúbbnum í þeirri baráttu sem er framundan að komast upp í deild þeirra bestu,“ segir í tilkynningu frá félaginu.