Guðjón Árni framlengir hjá Keflavík
Bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnulið Keflavíkur út árið 2009. Guðjón hefur um árabil verið einn sterkasti og traustasti leikmaður Keflavíkurliðsins en hann lék sinn fyrsta leik árið 2002 fyrir klúbbinn.
Guðjón hefur undanfarin tímabil verið fastamaður í vörn liðsins og leikið rúmlega 100 leiki.
VF-Mynd/ Úr safni - Guðjón Árni í leik gegn Breiðablik fyrr í sumar.