Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Guðjón Árni á leið til Noregs til reynslu
Sunnudagur 6. nóvember 2011 kl. 14:50

Guðjón Árni á leið til Noregs til reynslu


Ekki loku fyrir það skotið að Guðjón Árni Antoníusson spili á erlendri grundu á næstu leiktíð en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fer hann á næstu dögum til reynslu hjá norsku félagi og þar með hefur hann ekki tekið neinu tilboði frá íslensku liði. Hans mál eru einfaldlega í biðstöðu.

Samningur Guðjóns Árna við Keflavík er útrunninn og hafa nokkur lið úr Pepsi-deildinni óskað eftir kröftum hans. Guðjón hefur mest verið orðaður við FH en bæði Breiðablik og Keflavík, sem hann hefur leikið með allan sinn feril, vilja gera við hann samning.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Guðjón Árni er 28 ára gamall sem hefur verið einn besti leikmaður Keflvíkinga undanfarin ár.