Guðjón æfir með Keflavík
Aðstoðarþjálfari Keflvíkinga og stórskyttan Guðjón Skúlason er nú farinn að æfa með liðinu á nýjan leik. Ástæðan mun vera sú að styrkja þurfti æfingahópinn en frá þessu er greint á www.keflavik.is
Guðjón sem leikið hefur með annarardeildarliði Léttis hefur þegar sótt um félagsskipti yfir í Keflavík en hann varð nýlega löglegur með Létti.
Hvort Guðjón eigi eftir að fara í búning með Keflvíkingum að nýju á eftir að koma í ljós en Guðjón hefur glatt marga körfuknattleiksunnendur í gegnum árin með frammistöðu sinni á vellinum.