GRV tryggði sér annað sætið
Sameinað lið GRV vann góðan sigur á FH á Kaplakrikavelli í A-riðli 1. deildar kvenna. Leikurinn endaði með 1-2 sigri GRV en FH hafði komist yfir í upphafi leiks. Margrét Albertsdóttir skoraði tvö mörk fyrir GRV með stuttu millibili og tryggði Suðurnesjastúlkum sigur.
Með sigrinum tryggja þær sér annað sætið í A-riðli 1. deildar kvenna en það sæti veitir þeim þátttökurétt í umspili um sæti í Landsbankadeild kvenna. Lokaleikur liðsins í deildinni fer fram á laugardaginn en þá taka þær á móti Þrótti R. á Grindavíkurvelli, en leikurinn hefst kl 14:00.

VF-MYND/JJK


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				