Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

GRV tapaði á heimavelli
Föstudagur 13. júní 2008 kl. 10:47

GRV tapaði á heimavelli

GRV sem er sameinað lið Grindavíkur, Reynis og Víðis, lutu í gras fyrir ÍR-ingum í spennandi leik á Grindavíkurvelli í fyrstu deild kvenna í gærkvöldi. Ana Rita Andrade Gomez skoraði fyrsta mark ÍR á 21. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. GRV var þó ekki lengi að svara fyrir sig því mínútu síðar komst Margrét Albertsdóttir ein í gegnum vörn ÍR og afgreiddi boltann framhjá Courtney Jones í marki ÍR. Ásgerður Arna Pétursdóttir kom ÍR-ingum yfir á nýjan leik eftir skot utan af velli sem fór yfir Þuríði Sif Ævarsdóttur í marki GRV. Liðin skiptust á að sækja fram þar til Ægir Magnússon dómari flautaði til hálfleiks.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Seinni hálfleikurinn var eign GRV sem sóttu að marki ÍR en náðu þó ekki að skapa sér nein teljandi marktækifæri. GRV léku með vindinn í bakið í seinni hálfleik en náðu ekki að gera sér mat úr aðstæðunum og leikurinn endaði með sigri ÍR 1-2.

GRV er með þrjú stig eftir tvo leiki í fjórða sæti A-riðils í 1. deild kvenna en ÍR skaust með sigrinum á toppinn.

VF-MYND/JJK