GRV-stúlkur með tvö gull á Suðurnesjamóti 5. flokks
Suðurnesjamót 5. flokks kvenna fór fram í Reykjaneshöllinni í gær. Þátttökulið voru Keflavík, Njarðvík og GRV. Spilað var í A-, B- og C-liðum. A-liðin léku tvo leiki hvert en B- og C-lið einungis einn leik.
Úrslitin voru sem hér segir:
A-lið:
Keflavík - Njarðvík: 5-0
Njarðvík - GRV: 0-6
GRV - Keflavík: 1-0
GRV Suðurnesjameistari A-liða.
B-lið:
Keflavík - GRV: 3-2
Keflavík Suðurnesjameistari B-liða.
C-lið:
Keflavík - GRV: 0-6
GRV Suðurnesjameistari C-liða.