Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

GRV sópaði til sín verðlaunum á Fossvogsmóti HK
Föstudagur 31. ágúst 2007 kl. 16:02

GRV sópaði til sín verðlaunum á Fossvogsmóti HK

GRV náði frábærum árangri á Fossvogsmóti HK í knattspyrnu sem haldið var á dögunum. GRV gerði sér lítið fyrir og vann í 6. og 7. flokki og það með miklum yfirburðum og krækti í silfur og brons í 5. flokki.

 

5. flokkur GRV sendi bæði A og B lið. A-liðið varð í 2. sæti á eftir Selfossi. GRV vann HK 15-0 og ÍR 4-0 en tapaði fyrir Selfossi 2-1. B-liðið varð í 3. sæti. GRV vann Víking 8-2 og HK 1-0 en tapaði fyrir ÍR 5-2 og Selfossi 5-0.

 

6. fl. GRV byrjaði á því að bursta Víking 5-0. Næst kom tap gegn Þrótti 1-0 en síðan tók aftur við óslitin sigurganga. GRV sigraði Selfoss 3-0, HK 4-0 og Aftureldingu 6-0. Markatala GRV var því 18-1. B-liði GRV gekk ekki alveg eins vel enda uppistaðan stelpur úr 7. flokki. GRV tapaði sínum leikjum en stóð sig engu að síður með prýði.

 

7. fl. GRV kom sá og sigraði. A liðið vann Aftureldingu 4-0, Ægi 2-0, HK 5-0, Selfoss 2-0, Þrótt 2-1 og Víking 3-0. GRV vann því alla leikina, markatalan 18-1. Víkingur varð í 2. sæti.

GRV sendi tvö B-lið til leiks í 7. flokki. Eldri stelpurnar gerði sér lítið fyrir og unnu B-liðskeppnina. Þær unnu Álftanes 2-0, Selfoss 3-1, HK 4-0, Þrótt 3-0 og unnu svo yngra ár GRV 4-0. Ynga árið tapaði sínum leikjum en stóðu sig samt vel enda lang yngstar í mótinu.

 

www.umfg.is

 

Mynd: A-lið 6. flokks GRV með sigurlaunin sín fyrir Fossvogsmót HK ásamt Pálmari þjálfara sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024