Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

GRV semur við leikmenn
Miðvikudagur 2. janúar 2008 kl. 14:29

GRV semur við leikmenn

GRV gerði fyrir skemmstu sína fyrstu samninga í knattspyrnu við leikmenn í meistaraflokki kvenna. Þá var samið við þær Brynhildi Tyrfingsdóttur, Elínborgu Ingvarsdóttur og Kristínu Karlsdóttur um að leika áfram með liðinu. Allt eru þetta leikmenn sem eru bæði í lykilhlutverki í liðinu í dag og eiga framtíðina fyrir sér eins og liðið allt.

 

Samningurinn er til tveggja ára og munu væntanlega fleiri samningar verða gerðir á næstunni enda það skilyrði fyrir þáttöku í efstu deild, sem stefnan er auðvitað sett á. Anna Þórunn Guðmundsdóttir mun á næstu dögum skrifa undir sambærilegan samning en hún er stödd erlendis.

 

www.umfg.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024