GRV með góðan sigur á Haukum
Lið GRV vann góðan sigur, 0-3 á botnliði Hauka í A-riðli 1. deildar kvenna. Ágústa Jóna Heiðdal kom GRV yfir á 68. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Bergey Erna Sigurðardóttir bætti við öðru marki þremur mínútum síðar áður en Ágústa skoraði annað mark sitt í leiknum á 88. mínútu.
GRV er með 19 stig í öðru sæti deildarinnar og á góðan möguleika á að komast í umspil um sæti í efstu deild. Tvö lið úr A-riðli fara í umspil og á GRV einn leik til góða á ÍBV sem veitir liðinu mesta samkeppni um annað sætið.
Staðan í A-riðli 1. deildar kvenna:
1. ÍR 11 30
2. GRV 10 19
3. ÍBV 11 18
4. ÍA 10 10
5. Þróttur R. 10 10
6. FH 10 9
7. Haukar 10 9
VF-MYND/JJK