GRV mætir Þrótti í kvöld
Nokkrir leikir fara fram í 1. deild kvenna í knattspyrnu í kvöld og mun GRV mæta Þrótti Reykjavík á Valbjarnarvelli kl. 20:00 í kvöld. Þróttur er í 3. sæti A-riðils í 1. deild en GRV er í 5. sæti og munar þremur stigum á liðunum en GRV hefur aðeins leikið þrjá leiki í deildinni og á því einn til tvo leiki til góða gegn flestum liðum í riðlinum.
Með sigri í kvöld getur GRV jafnað Þrótt að stigum. Afturelding er sem fyrr á toppi riðilsins með 12 stig.