Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

GRV leikur i efstu deild að ári
Þriðjudagur 2. september 2008 kl. 22:07

GRV leikur i efstu deild að ári

GRV gerði góða ferð á Húsavík í kvöld og vann Völsung 1-4 og tryggði sér í leiðinni sæti í Landsbankadeild kvenna á næsta ári. GRV vann einnig fyrri leikinn og vann því umspilið 7-2. Begum Malali og Ágústa Jóna Heiðdal skoruðu tvö mörk hver fyrir GRV en liðið leikur úrslitaleik gegn ÍR um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deilinni. Bæði þessi lið eru komin í efstu deild og taka sæti Fjölnis og HK/Víking sem eru fallin úr Landsbankadeildinni.

Þetta er í fyrsta sinn sem GRV kemst upp í efstu deild frá því að liðið var stofnað, en áður hafði lið Grindavíkur leikið nokkrar leiktíðir meðal þeirra bestu.




Mynd/GRV

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024