GRV lagði Þrótt í VISA bikarnum
Forkeppnin í VISA bikarkeppni kvenna í knattspyrnu hófst á dögunum þar sem GRV tók á móti Þrótti Reykjavík á Grindavíkurvelli. GRV hafði góðan 4-3 sigur í leiknum og mun því taka þátt í annarri umferðinni þar sem þær mæta Landsbankadeildarliði Fylkis.
Margrét Albertsdóttir skoraði tvívegis fyrir GRV í leiknum en hin tvö mörkin gerðu þær Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir.
Mynd: www.umfg.is – Bjarni Már Svavarsson – Frá leik GRV og Þróttar á dögunum.