GRV lá heima
GRV mátti sætta sig við 3-0 ósigur gegn HK/Víking í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær. Leikurinn fór fram á Grindavíkurvelli en þetta var annar deildarleikur GRV í sumar og er liðið nú í 5. sæti A-riðils í 1. deild með 3 stig eftir tvo leiki.
VF-Mynd/ Þorsteinn G. Kristjánsson - Frá leik GRV og Aftureldingar á dögunum.