GRV komið með annan fótinn í Landsbankadeildina
GRV er komið með annan fótinn í Landsbankadeild kvenna eftir 3-1 sigur á Völsungi á Grindavíkurvelli á laugardaginn. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í umspili um sæti í efstu deild. Seinni leikurinn fer fram á Húsavík á þriðjudaginn og þá kemur í ljós hvort liðið leikur um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild kvenna.
MYND: GRV stúlkur standa vela ð vígi eftir fyrri leikinn gegn Völsungi.