GRV í öðru sæti í 1.deild kvenna
GRV varð um helgina í öðru sæti í 1.deild í knattspyrnu kvenna. GRV tapaði úrslitaleiknum á móti ÍR 4:1. Í hálfleik var staðan 1:0 fyrir ÍR, annað mark ÍR var sjálfsmark GRV. Margrét Albertsdóttir skoraði mark GRV þegar staðan var orðin 4:0.
Suðurnesjamenn eiga tvö lið í deild þeirra bestu á næsta ári, en ljóst er að Keflavík heldur sæti sínu í deildinni.