Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

GRV áfram í efstu deild
Þriðjudagur 15. september 2009 kl. 10:42

GRV áfram í efstu deild


Knattspyrnulið lið GRV tryggði veru sína í efstu deild með góðum 2-1 heimasigri á KR á mánudagskvöldið. Þegar komið var fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Alma Rut Garðarsdóttir mark sem tryggði GRV sigurinn.
KR - stúlkur léku í fyrri hálfleik undan sterkum vindi á Grindavíkurvelli og sóttu meira. Sóknir þeirra skiluðu loks árangri stuttu fyrir leikhlé þegar Sonja B. Jóhannsdóttir náði að skora.

Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik en hvorugt þeirra náði að nýta ágæt færi fyrr en Elínborg Ingvarsdóttir náði að jafna metin þegar innan við 10 mínútur voru til leiksloka. Hún skoraði þá með góðum skalla eftir hornspyrnu.
Alma Rut Garðarsdóttir tryggði svo GRV 2-1 sigur með góðu skoti eftir hornspyrnu þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma.
Lið GRV hefur tryggt sér áframhaldandi veru í efstu deild þegar ein umferð er eftir. Síðasti leikur liðsins í Pepsi-deildinni í ár verður sunnudaginn 27. september kl. 14:00 á Kópavogsvelli gegn Breiðabliki.
---


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd úr safni