Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 2. júlí 1999 kl. 00:06

GRUNNURINN LAGÐUR Í 2-1 SIGRI Á BLIKUM

Keflvíkingar stigu fyrsta skrefið upp á við á tímabilinu með 2-1 baráttusigri á Kjartani Einarssyni og félögum hans í Breiðablik. Keflvíkingar börðust fyrir hverjum bolta og bökkuðu hvorn annan upp allar 90 mínúturnar og framherjar Blika áttu varla færi í leiknum. Heimamenn áttu fyrri hálfleikinn en dauðafæri Gests Gylfa og aukaspyrna Zorans Lubicic, bestu færi f.h., fóru fyrir lítið. Keflvíkingar hófu síðan seinni hálfleikinn af slíkum krafti að mark var aðeins tímaspursmál og komu þau, á 54. og 59 mín., bæði frá Kristjáni Brooks sem var mjög ógnandi í fremstu víglínu. Bjarka Péturssyni, sem var eina ógn gestanna, tókst síðan á 70 mín. að fiska víti sem Heimir Porca skoraði örugglega úr. Keflvíkingar voru nær því að bæta við en Blikar að jafna það sem eftir lifði. Krisján Brooks virðist hafa náð valdi á hlutverki fremsta manns og skelfdi mjög varnarmenn Blika en besti liðsmaður Keflvíkinga að þessu sinni var hugarfarið sem færði 3 stig í hús.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024