Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Gross segir Ólaf einn lykilmanna Brann
Miðvikudagur 5. desember 2007 kl. 15:44

Gross segir Ólaf einn lykilmanna Brann

Ólafur Örn Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu frá Grindavík, verður í sviðsljósinu í Basel í Sviss í kvöld þegar Brann mætir heimamönnum. Christian Gross, þjálfari Basel, segir Ólaf Örn öflugan leikmann.

 

Þetta er í annað sinn sem Ólafur Örn leikur Evrópuleik á hinum glæsilega St. Jakob Park sem tekur um 40.000 áhorfendur. Hann lék með Grindavík þar árið 2001 í annarri umferð Intertoto-keppninnar. Þá tapaði Grindavik 3:0 úti og 2:0 hér heima og féll úr keppni.

 

Gross sagði við norska blaðið Bergens Tidende að Ólafur Örn væri einn fjögurra lykilmanna Brann, ásamt sóknarmönnunum Thorstein Helstad og Azar Karadas og markverðinum Håkon Opdal.

 

Leikur Grindvíkinga árið 2001 var nokkurs konar vígsluleikur á vellinum en á undan leiknum léku Dortmund og Mónakó og var það formlegur vígsluleikur.

 

Gross, sem þjálfaði meðal annars lið Tottenham um tíma og hefur verið við stjórnvölinn hjá Basel síðan 1999, segist ætla að koma liði sínu áfram í keppninni. líkt og hann gerði árið 2000 þegar liðin mættust síðast. Þá vann Basel 3:2 í Sviss en Brann var komið í 4:1 í hálfleik í heimaleik sínum sem lauk síðan með 4:4 jafntefli.

 

Ólafur Örn er í byrjunarliði Brann í kvöld en Ármann Smári Björnsson er á varamannabekknum. Kristján Örn Sigurðsson er meiddur og leikur því ekki með Brann.

 

Frá þessu er greint á www.mbl.is í dag

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024