Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Gróska hjá skotdeildinni
Sigurvegarar á móti í leirdúfuskotfimi (skeet) Skotdeildar Keflavíkur: Fv. Þröstur Sigmundsson 2. sæti, Bjarni Sigurðsson 1. sæti og Börkur Þórðarson 3. sæti.
Fimmtudagur 1. ágúst 2013 kl. 11:13

Gróska hjá skotdeildinni

Mikil gróska er í starfsemi Skotdeildar Keflavíkur. Nokkur mót hafa verið haldin á vegum deildarinnar í sumar, m.a. mót í leirdúfuskotfimi (skeet) og riffilmót. Einnig hafa margir tekið skotpróf fyrir hreindýraveiðar hjá deildinni. Félagsmönnum hefur fjölgað í kjölfar hreindýraprófanna þar sem mönnum líst vel á æfingaaðstöðuna á skotsvæðinu. Nú er verið að bæta hana enn frekar og byggja glæsilega viðbyggingu sem hýsa á riffilæfingar deildarinnar.

Þann 31. júlí var haldið mót í leirdúfuskotfimi. Styrktaraðili mótsins var Zedrus leikmyndagerð. Veðurguðirnir voru ekki hliðhollir keppendum og blésu duglega en stemmingin var engu að síður góð. Sigurvegari mótsins var Bjarni Sigurðsson og í öldungaflokki sigraði Hjörtur Sigurðsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024