Grjótharðir stuðningsmenn Þróttar
Fyrirtækið Grjótgarðar er nýr styrktaraðili 3. deildarliðs Þrótta í Vogum og vill hvetja liðið til árangurs á lokaspretti leiktíðar. „Það hefur verið einkar ánæjulegt að fylgjast með uppgangi Þróttara í knattspyrnunni síðustu árin. Ég spilaði 17 leiki fyrir Þrótt í neðstu deild um aldamótin. Þá var spilað á gamla Vogavelli sem hafði orð á sér fyrir að vera harður og oftar en ekki kvörtuðu menn sáran undan eymslum eftir leiki, var vellinum um að kenna sögðu flestir nema þessir uppöldu í liðinu. Það er virðingarvert hve vel Þrótti gengur eftir að hafa endurvakið meistaraflokkinn að nýju. Okkur hjá Grjótgörðum langaði að styðja við bakið á knattspyrnudeildinni með þessum hætti og um leið hvetja þá í toppbaráttu 3. deildar enda þykir mér vænt um tíma minn hjá Þrótti sagði Hjalti Brynjarsson eigandi Grjótgarða og fyrrverandi leikmaður Þróttara frá Vogum.