Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvískur sigur á KR
Fimmtudagur 16. maí 2019 kl. 22:21

Grindvískur sigur á KR

Grindvíkingar lögðu KR-inga í Pepsi Max-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld. Leikið var á Mustad-vellinum í Grindavík. Grindvíkingar skoruðu mörk sín í fyrri hálfleik.
 
Alexander V. Þórarinsson skoraði fyrra mark Grindavíkur á 24. mínútu og Aron Jóhannsson bætti svo við marki sex mínútum síðar úr vítaspyrnu. KR-ingar minnkuðu muninn á 60. mínútu með marki Björgvins Stefánssonar.
 
Grindvíkingar voru mjög sprækir í fyrri hálfleik en bökkuðu í síðari hálfleik og létu KR-inga svæfa sig um tíma. Einmitt þá náðu gestirnir að minnka muninn.
 
Eftir leik kvöldsins eru Grindvíkingar með fimm stig.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík - KR // PepsiMax karla 16. maí 2019