Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvískar höfðu betur í nágrannaslagnum við Njarðvík
Kamilla Sól skoraði 26 stig fyrir Njarðvík.
Mánudagur 4. febrúar 2019 kl. 09:52

Grindvískar höfðu betur í nágrannaslagnum við Njarðvík

Grindvíkurstúlkur lögðu stöllur sínar úr Njarðvík í leik liðanna í 1. Deild körfuboltans en leikurinn fór fram í Grindavík sl. Laugardag. Lokatölur urðu 85-72 en heimakonur leiddu í hálfleik 41-31.
Þær grindvísku voru yfir allan tímann og það var aðeins í þriðja leikhluta sem Njarðvík hafði betur en það dugði skammt og Grindavík innbyrti nokkuð þægilegan sigur með 13 stiga mun.

Hannah Louise Cook  var athkvæðamest Grindvíkinga og var með 25 stig og 10 fráköst. Kamilla Sól Viktorsdóttir var með 26 hjá Njarðvík og átti góðan leik.

Grindavík-Njarðvík 85-72 (23-14, 18-17, 18-23, 26-18)

Grindavík: Hannah Louise Cook 25/10 fráköst/5 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 20, Hrund Skúladóttir 12/6 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 12/6 fráköst, Elsa Albertsdóttir 8/4 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir 6, Aníta Sif Kristjánsdóttir 2/5 fráköst, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Andra Björk Gunnarsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Njarðvík: Kamilla Sól Viktorsdóttir 26, Vilborg Jónsdóttir 13/5 fráköst, Erna Freydís Traustadóttir 8, Júlia Scheving Steindórsdóttir 8/7 fráköst, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 7/4 fráköst, Eva María Lúðvíksdóttir 6, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 3, Helena Rafnsdóttir 1, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir 0, Þuríður Birna Björnsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024