Grindvíkngar rufu múrinn á Njarðvíkurvelli
Njarðvíkingar máttu sætta sig við sinn fyrsta ósigur í langan tíma á heimavelli á föstudag þegar Grindvíkingar komu í heimsókn. Lokatölur leiksins voru 1-0 Grindvíkingum í vil þar sem
Fyrir leikinn á föstudag höfðu Njarðvíkingar ekki tapað leik í deildinni á heimavelli síðan 1. júlí 2005 en það var gegn Leiknismönnum.
Eftir sigurinn á föstudag eru Grindvíkingar í efsta sæti 1. deildar karla með 38 stig en Njarðvíkingar eru í 8. sæti með 16 stig. Reynismenn sitja enn á botni deildarinnar með 11 stig þrátt fyrir frækinn 3-1 sigur á Stjörnunni síðasta fimmtudag.
Reynismenn eru því í bullandi fallbaráttu en Njarðvíkingar eru ekki lausir við þá baráttu enda munar aðeins fimm stigum á þeim og Reyni þegar sex umferðir eru eftir í deildinni. Þrjú lið fara upp í Landsbankadeildina að ári og eru Grindvíkingar á góðri leið með að komast að nýju í deild þeirra bestu en þurfa engu að síður að halda vel á spilunum til að tryggja sér sætið.
Staðan í deildinni
VF-myndir/ Hilmar Bragi Bárðarson – [email protected]