Grindvíkingurinn Ólöf Óladóttir stigahæst
- U16 ára keppa á Evrópumótinu í Makedóníu í körfu
Grindvíkingurinn Ólöf Óladóttir var atkvæðamest í sigri U16 í körfu en þær keppa nú á Evrópumótinu í Makedóníu. Sigurinn kom gegn Albaníu og endaði leikurinn 55:78, sannfærandi 23 stiga sigur Íslands.
Næsti leikur er gegn Bretlandi í dag kl 10:00 og hægt er að sjá hann í beinni útsendingu í gegnum vef KKÍ.
Nánari upplýsingar um mótið, tölfræði og leikina má finna á heimasíðu KKÍ.