Grindvíkingur til Njarðvíkur
Fyrstu deildarlið Njarðvíkur í knattspyrnu hefur fengið varnarmanninn Boga Rafn Einarsson til liðs við sig frá Grindavík. Margir leikmannaflutningar gengu í gegn í gær á síðasta degi leikmannaskipta fyrir sumarið í fótboltanum.
Bogi hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu en ljóst er að hann styrkir lið Njarðvíkinga um leið og hann kemst af stað. Bogi skoraði eitt mark í tólf leikjum með Grindavík í Pepsi-deildinni í fyrra. Þessi 21 árs gamli leikmaður er uppalinn hjá Grindavík en hann spilaði sautján leiki með liðinu sumarið 2008.
Bogi er í námi í Bandaríkjunum og því mun hann ekki ná öllu tímabilinu með Njarðvík. Bogi er þriðji leikmaðurinn sem Njarðvík fær til liðs við sig í dag en áður höfðu Eyþór Guðnason og Sverrir Þór Sverrisson komið til félagsins.