Grindvíkingur með sigur í skotkeppni
Þorsteinn Finnbogason, leikmaður Grindavíkur í Dominos deildinni í körfubolta, tók þátt í þriggja stiga skotkeppni stuðningsmanna í hálfleik í leik Íslands gegn Slóveníu og gerði kappinn sér lítið fyrir og vann. Tveir Íslendingar og tveir Slóvenar tóku þátt í skotkeppninni. Þetta kemur fram á karfan.is. Verðlaunin voru ekki af verri endanum en það var Sam Dunk bangsi. Spurning hvort þetta sé upphitun fyrir komandi vetur hjá leikmanninum.