Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingum spáð falli!
Mánudagur 10. maí 2004 kl. 18:04

Grindvíkingum spáð falli!

Þjálfarar, fyrirliðar og forráðamenn liðanna Landsbankadeildinni spá Grindvíkingum  9. sætinu og falli úr deildinni í sumar. Keflvíkingum er spáð 6. sætinu í þessari könnun, sem var kynnt á hinum árlega kynningarfundi fyrir Íslandsmótið sem haldinn var í Smáralind í dag.
Þar var búist við því að karlalið KR verji Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra og að ÍBV vinni sigur í kvennadeildinni.

Spáin fyrir karladeildina er eftirfarandi:

1. KR 267
2. ÍA 260
3. FH 241
4. Fylkir 233
5. KA 145
6. Keflavík 139
7. Fram 103
8. ÍBV 102
9. Grindavík 96
10. Víkingur 64

Zeljko Sankovic, þjálfari Grindvíkinga, er hreint ekki sammála þessari spá. „Ég held bara að þeir hafi verið að gantast eitthvað! Við erum með mun sterkara lið en þeir virðast halda. Ég held að við eigum eftir að sjá góðan fótbolta í sumar. Íslensk knattspyrna er afskaplega athyglisverð og er á hraðri uppleið

Milan Jankovic, þjálfara Keflavíkur, leist nokkuð vel á spána. „Það kemur samt á óvart að Grindavík sé spáð falli. Annars held ég að þetta verði skemmtilegasta og erfiðasta sumarið hingað til. Öll liðin eru vel búin og með góða leikmenn þannig að þetta verður skemmtilegt og gott sumar.“

Eggert Magnússon hjá KSÍ sagðist í ávarpi sínu á fundinum vonast eftir skemmtilegum sóknarbolta í sumar, en fyrsta umferð fer fram um næstu helgi.

VF-mynd/Þorgils Jónsson: Fyrirliðar félaganna í Landsbankadeild karla

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024