Grindvíkingum skellt niður á jörðina
29 stiga tap í Vesturbænum
KR-ingar kjöldrógu Íslandsmeistara Grindavíkur á heimavelli sínum í kvöld, þegar liðin áttust við í þriðja leik úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í Domino's deildinni. Lokatölur 87-58 í leik þar sem KR-ingar hreinlega slátruðu gestunum í öðrum og þriðja leikhluta.
Eftir jafnræði framan af hrukku þeir röndóttu í gang og skelltu 30 stigum á Grindvíkinga í öðrum leikhluta og fóru því með 49-33 forystu inn í hálfleik. Ekki tók betra við fyrir gestina frá Grindavík þegar síðari hálfleikur hófst en þar náðu þeir aðeins að setja 9 stig gegn 16 frá KR. Lokaspretturinn var svo bara formsatriði fyrir KR og niðurstaðan afar sannfærandi 29 stiga sigur. KR leiðir einvígið 2-1 en næsti leikur er fimmtudaginn 1. maí í Röstinni í Grindavík
Tölfræðin:
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 13/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 13/7 fráköst/4 varin skot, Ólafur Ólafsson 10/5 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/11 fráköst, Hilmir Kristjánsson 5, Jóhann Árni Ólafsson 4/6 stoðsendingar, Hinrik Guðbjartsson 2, Daníel Guðni Guðmundsson 2, Kjartan Helgi Steinþórsson 1, Jens Valgeir Óskarsson 0, Jón Axel Guðmundsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.
KR: Darri Hilmarsson 17/9 fráköst, Demond Watt Jr. 16/17 fráköst/4 varin skot, Martin Hermannsson 14, Brynjar Þór Björnsson 9, Helgi Már Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 7, Pavel Ermolinskij 5/11 fráköst/8 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 5/11 fráköst, Ólafur Már Ægisson 3, Högni Fjalarsson 2, Vilhjálmur Kári Jensson 0, Illugi Steingrímsson 0.