Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindvíkingum léttir
Föstudagur 21. janúar 2005 kl. 22:45

Grindvíkingum léttir

Grindavík vann góðan heimasigur á Skallagrími, 98-92, í Intersport-deildinni í kvöld.

Sigurinn er kærkominn þar sem hvorki hefur gengið né rekið hjá Grindvíkingum í allan vetur og liðið hafi ekki unnið leik eftir áramót.

Í kvöld mættu Grindvíkingar ákveðnir til leiks og náðu strax forskoti sem þeir héldu nær allan leikinn. Páll Axel Vilbergsson fór fyrir sínum mönnum og var munurinn 4 stig, 27-23, eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn bættu enn við forskotið fram að haælfleik þar sem munurinn var orðinn 9 stig, 50-41. Grindvíkingar áttu þó í mesta basli með að hrista Borgnesinga af sér og hélt það áfram eftir hálfleik.

Skallagrímur saxaði á forskotið smátt og smátt þar sem Grindvíkingar voru að gera of mikið af mistökum. Þeir náðu að jafna í síðasta leikhluta en þeir komust hins vegar ekki yfir. Munurinn rokkaði frá 1 upp í fimm stig lengsta af en eftir að Morten Szmiedowicz hitti úr 3ja stiga skoti þegar um 1:30 var eftir af leiknum og jók munin í fimm stig náðu Grindvíkingar loks almennilegum tökum á leiknum.

Skallagrímsmenn máttu játa sig sigraða og Grindvíkingar skriðu upp í 7.-8. sæti deildarinnar og eru í baráttu um sæti í úrslitakeppninni, en víst er að væntingar til ilðsins voru öllu hærri fyrir tímabilið.

Einar Einarsson, þjálfari, sagði sigurinn vera mikinn létti í leikslok. „Við erum mjög glaðir yfir að hafa unnið Skallagrím sem er með gott lið og er í toppbaráttunni. Við ætlum að byggja á þessum sigri, en það er mikð eftir af deildinni ennþá og margt getur gerst.“

Þess má geta að Helgi Jónas Guðfinnsson lék með Grindvíkingum í kvöld en hann hefur lítið sem ekkert spilað í vetur vegna veikinda. Hann stóð fyrir sínu í þær 17 mínútur sem hann lék og er það mikill styrkur fyrir liðið ef hann getur farið að beita sér af krafti.

Tölfræði leiksins

VF-myndir/Héðinn Eiríksson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024